Að húsvenja pírata

Punktar

Ég varð ekki hissa, er Árni Páll Árnason studdi frumvarp stjórnarskrárnefndar alþingis. Hann er og verður ævinlega Blairisti, sem kemur okkur ekki að neinu gagni. Hins vegar brá mér, þegar Píratar viku frá eindregnum og afdráttarlausum stuðningi við stjórnarskrá fólksins. Það plagg hafði gengið alla þrautagönguna um þjóðfund, stjórnlagaráð, einróma samkomulag í ráðinu, þjóðaratkvæði um stóru atriðin. Samt gáfu píratar kost á þriggja búta saumi alþingisnefndarinnar. Það voru svik, sem seint munu fyrnast. Enn er að vísu tími til að hala í land og bjarga því, sem bjargað verður. En ég óttast, að alþingi takist að húsvenja pírata.