Brottför Bretlands úr Evrópusambandinu yrði Evrópu til gæfu. Bretar voru þar til vandræða samkvæmt gömlu stefnunni að deila og drottna á meginlandi Evrópu. Bretland á ekki heima í Evrópu, það er viðhengi Bandaríkjanna. Flækir málið, að Skotland mun segja skilið við England og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fær þar skjótar og góðar viðtökur. Erfiðleikar verða á landamærum Englands og Skotlands, þar sem setja þarf upp Schengen-varnir. En Skotar eiga framtíðina fyrir sér. Öðru máli gegnir um Englendinga, gengi punds mun lækka og veldi enskra banka mun rýrna. En þungstígt Evrópusambandið verður léttara í vöfum.