Vel sloppið úr slysi

Punktar

Píratar sluppu bærilega frá reiðimálinu mikla. Þingmenn hafa beðizt afsökunar á báða bóga og flestir segjast sæmilega sáttir. Skynsamleg niðurstaða næst í stjórnarskrármálinu, sem áður hafði snögglega hrunið í kross. Nýtt jafnvægi er auðvitað fyrir mestu. Af uppákomunni getur helzta talsfólk pírata lært gagnlega hluti inn í framtíðina. Ekki tala gáleysislega af fingrum fram, ekki verða voða reið, ekki búa til strámann. Málefnavinna pírata er á sama tíma í góðum gír. Fall og ris af þessu tagi á að vísa veginn fram til langþráðra kosninga. Höfum ekki efni á frekari mistökum á síðustu metrunum til frelsis undan bófaflokkunum.