Fátæktarvæðing fólksins

Punktar

Eftir styrjöldina hófst 35 ára velmegunartími, þegar framleiðni og laun jukust jafnt og þétt. Eftir 1980 jókst framleiðni áfram, en laun stóðu í stað. Sést vel í frægu grafi frá Hagstofu Bandaríkjanna. Þá reis upp nýfrjálshyggja bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, oft kölluð brauðmolastefna. Þetta var Thatcherismi og síðan Blairismi með aðild krataflokka í Evrópu, þar á meðal hér. Alþýðusambönd gerðust einnig aðilar að nýfrjálshyggjunni, þar á meðal hér. Afleiðingin er, að launafólk fékk engan hlut í 80% framleiðniaukningu. Brauðmolastefnan sigraði. Næsta skref í fátæktarvæðingu okkar er TISA, fjölþjóðasamningurinn hrikalegi.

Grafið umrædda er það neðra hægra megin í krækjunni. Hún krækir líka í tvær greinar úr New York Times.