Clinton og Trump

Punktar

Fátt stendur í vegi útnefningar Trump sem forsetaefnis repúblikana eftir Stóra þriðjudaginn í gær. Hann vann í öllum ríkjum nema tveimur, þar sem Cruz hafði betur. Maður almennings á hægri kanti vann menn kerfis og teboðs. Það verður eitthvað. Sanders gekk lakar hjá demókrötum. Vann bara fjögur ríki, mðan Clinton sópaði upp fylgi svertingja í suðurríkjunum. Fulltrúi kerfis og banka vann mann almennings á vinstri kanti. Gærdagurinn færði Clinton nær forsetaembættinu. Verður firna vondur forseti auðvaldsins, sem hefur sligað Bandaríkin. Mun auka örvæntingu almennings og ýta Bandaríkjunum framar á brún uppgjörs og byltingar.