Út í frelsið

Punktar

Nautn er að ríða einhesta með stóðinu út í frelsið sjálft. Hins vegar trist að sitja á palli og horfa á listir hesta á hringvelli. Verst er að horfa á slíkt heima við sjónvarpið. Mér leiðist að horfa á íþróttir og er allt of gamall til að taka þátt. Leiðist að horfa á spennu og ást, það er bara áhorf og ekkert annað. Raunar leiðist mér líka að lesa sögur, veruleikinn er miklu mergjaðri. Örfáar sögur eru samt svo magnaðar, að þær grípa mig og þá frekar sem texti en sem myndskeið. En nú get ég forgamall ekki lengur setið dögum saman á hestbaki úti í óendanlegu víðerni. Þá er skárra að blogga en að lesa á bók eða sjá á skjá.