Þingmenn pírata hafa lagt fram lyklafrumvarp. Felur í sér, að skuldir á íbúð geta ekki orðið verðmeiri en íbúðin sjálf. Ekki verði hægt að ganga að öðrum eignum eða rukka skuldir út yfir uppboð og sölu íbúðar. Þú getir einfaldlega skilað lyklinum í bankann og kvatt. Þaðan kemur heiti frumvarpsins. Lilja Mósesdóttir flutti slíkt frumvarp snemma á tíma vinstri stjórnarinnar. Jón Bjarnason hafði frumkvæði af að stöðva það og Lilja var hrakin úr flokknum. Ríkisstjórn bófaflokkanna lofaði síðan lyklafrumvarpi, en ekki hefur verið lögð nein vinna í það enn. Gott, að píratar skuli taka frumkvæði að þessu réttlæti.