Karl Axelsson hæstaréttardómari segist vera ótengdur hlutafélagi. Hafi skráð eignarhald þess á nafn konu sinnar. Þegar hæstaréttardómari hugsar svona, er ekki von, að landslýður taki mark á siðalögmálum. Ef til vill hefur Karl skjól af tvíræðu orðalagi, sem lagatæknar hafa lætt í lög. Sú er mest vinnan þeirra að sviga kringum réttlæti. Vilja líka stjórna, hvernig stjórnarskrá er orðuð. Ég segi þvert á móti, að þar megi enginn lagatæknir koma nærri. Ekki með eitt orð. Fólkið á sjálft að orða sína stjórnarskrá á sinni íslenzku sem sáttmála sinn um þjóðfélagið. Lagatæknar nýtast bara til að koma bófum undan réttlætinu.