Persía er árþúsunda gamalt menningarríki og höfuð Shia, annarrar megingreina Islam. Sumt fer þar betur en á veraldlegum vesturlöndum. Samt er Persía enn á miðöldum eins og íslam almennt. Trú og pólitík ofin saman í rembihnút. Trúin hefur ekki slípazt af að vera á hliðarspori í veraldlegu samfélagi. Enn er konan undirgefin, ekki sjálfráð. Tekur hálfan arf á móti karli og fær hálfar skaðabætur. Hefur aðgang að færri háskóladeildum, sárafáar eru þingmenn. Konur eru annars flokks borgarar í Persíu sem og í öðrum löndum múslima. Lýsing eins þingmanns pírata á ferð um Persíu gefur afar sykraða mynd af veruleikanum.
Wikipedia um kvenréttindi í Persíu.
Sykruð lýsing Ástu Helgadóttur þingmanns í Stundinni.