Evrópustríðið magnast

Punktar

Hryðjuverkin í Bruxelles stigmagna Evrópustríðið milli veraldlegs vesturs og miðalda austurs. Hófst í París 13. nóvember og heldur áfram víðar um Evrópu, í dag í Bruxelles.  Eftirlit með múslimum og moskum þeirra verður margfaldað í Evrópu. Nærri allir innflytjendur til Evrópu eru til friðs. Nema sumir hópar múslima, er hafa látið klerka magna sig upp í bókstafstrú. Trú á heilagt stríð, trúarlög, karlrembu og kvenhatur, sem einkennir nútíma íslam. Þúsundir slíkra af annarri og þriðju kynslóð múslima í Vestur-Evrópu eru komnir til baka frá hryðjuverkum Isis í Sýrlandi. Hyggjast flytja stríðið út um alla Vestur-Evrópu.