Loksins áttar fólk sig á, að rangt er gefið í spilunum. Hér búa tvær þjóðir í einu landi, Aflendingar og Íslendingar. Þeir síðarnefndu eru fjötraðir í krónu og höftum. Aflendingar hafa ráð til að komast hjá gjaldeyrisskilum. Ósvífnastir eru kvótagreifar, sem selja sjálfum sér fiskinn og hækka síðan verðið í hafi, þegar varan er komin út úr landhelginni. Öll pólitík bófaflokkanna snýst um að varðveita og efla þennan auðlindaþjófnað flokkseigenda. Tortólingurinn Bjarni Ben er enn fjármálaráðherra með sína gráðuga putta eins lengi og honum er sætt. Lýgur um haustkosningar. Þjóðin ákveður á Austurvelli, hvort siðrofið blífur.