Meirihluti íslenskra heimila safnar skuldum eða nær með naumindum endum saman samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Fimmtungur þessa fólks safnar skuldum og annar fimmtungur gengur á sparifé sitt. Sá veruleiki fólks er ólíkur sýndarveruleika í áróðurstöflum úr excel. Verst leikið er fólk á fertugsaldri, sem oft glímir við húsnæðiskostnað. Fleiri búa við fátækt en nokkru sinni. Fjórir af hverjum tíu sögðu einhvern í nánustu fjölskyldu búa við fátækt. Nú þarf að snúa af leið dekurs við auðgreifa. Innheimta aflandsfé, endurvekja auðlegðarskatt, ná fullri auðlindarentu. Hækka laun á línuna og koma upp norrænni velferð og heilsugæzlu.