Braskvæðing húsnæðis

Punktar

Húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram í sölu Íbúðalánasjóðs frænku Davíðs Oddssonar. Íbúðalánasjóður hefur í kyrrkaþey selt leigufélagið Klett til braskarafélagsins Gamma. Í pakkanum eru 450 íbúðir. Áður leigði Klettur þessar íbúðir út til fjölskyldna til langs tíma á tiltölulega sanngjörnu verði. Skilaði samt arði til íbúðalánasjóðs. Nú verður fátækum leigjendum sparkað og fengnir aðrir, sem vilja leigja áfram til túrista. Leiguverð hækkar, leigutími styttist og öryggi minnkar. Gamma stjórnar leiguverði á húsnæði í Reykjavík og gerir ungu fólki ókleift að hefja búskap. Auðvitað með aðstoð lífeyrissjóða.