Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kjörinn um næstu helgi. Flokkurinn hefur of lengi haft formann, sem kveikir enga elda í hjarta fólks. Mál er að linni. Fjórir frambjóðendur eru í kjöri, yfirleitt ágætis fólk, en ólíklegt til að láta hjörtun slá hraðar. Þarna er því miður enginn Bernie Sanders eða Jeremy Corbyn. Þarna er meira að segja einn Blairisti, ráðgjafi hjá ráðningarfyrirtæki, svo skondið sem það hljómar. Mikið af fylgishruninu er nýlegt. Hefur samkvæmt tölum úr könnunum líklega farið mest til Vinstri grænna. Altjend er Samfylkingunni að blæða út. Eiginlega eru þetta bara fámennar klíkur, sem berjast um völdin.