Davíð er dottinn niður í fjórða sæti í nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Guðni heldur dampinum í langefsta sæti. Halla er á mikilli siglingu og Andri Már er kominn upp fyrir Davíð. Tölurnar eru þessar: Guðni 49%, Halla 19,6% Andri 12,9% og Davíð 12,4%. Samkvæmt gamalli reynslu af þessum könnunum verða lokaúrslitin í kjörklefanum ekki fjarri þessum tölum. Fylgið streymir frá Davíð til Höllu. Þjóðin hafnar Davíð áþreifanlega. Hann er í villu í þessari samkeppni, Bauð upp á það eina, sem hann kunni, smjörklípurnar. Þetta er stórt skref á allt of hægri vegferð þjóðarinnar frá andverðleikum gamla tímans.