Ótímabær Þórðargleði

Punktar

Hægri öfgaflokkar í Evrópu vonast til, að fleiri ríki en Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ótímabær Þórðargleði, því kjarni sambandsins mun standa saman og evran mun hafa sinn gang. Miklu líklegra er, að Brexit hafi neikvæð áhrif á útgönguviljann, þegar fólk sér afleiðingarnar í Bretlandi. Fólk mun sjá, að ekki dugir að saka Evrópusambandið um innri vanda ríkja. Bræðin út af yfirgangi hinna ríku er vestræn staðreynd, sem kemur ekki sambandinu sérstaklega við. Leiðtogar þess verða samt að sjá, að hætta verður að reka það sem leiðtogaklúbb. Fólk þarf að fá miklu meira lýðræði, svo almenna hatrið á Bruxelles fari að koðna niður.