Ólöf Nordal lét rjúfa kirkjugrið í Laugarnesi eins og óeirðamenn á Sturlungaöld, þegar siðblindingjar lögðu niður þjóðveldið. Væntanlega verður biskup að helga kirkjuna að nýju, svo að hún verði messufær. Bófarnir eru harðir í horn að taka nú sem fyrr. Á sama tíma setur Ólöf reglugerð um að banna sjálfboðaliðum og blaðamönnum að heimsækja flóttafólk. „Telur ráðuneytið, að með þessu sé verið að stuðla að því að koma mannúðlega fram við skjólstæðinga stofnunarinnar,“ segir þar á Newspeak upp úr Orwell. Pyndingaráðuneytið hét þar ástarmálaráðuneytið. Aflendingurinn Ólöf Nordal í skattaskjóli bófa kann hvorki siði guðs né manna.