Galnir banksterar

Punktar

Stjórnendur Eignarhaldsfélags Kaupþings, aðaleiganda Arion-banka, eru endanlega gengnir af göflunum. Helztu deildarstjórar hafa þegar fengið milljónir í bónus. Nú stendur til, að 20 manns skipti með sér 1,5 milljarði í enn einn bónus. Að meðaltali um 75 milljónir á mann og nær auðvitað engri átt. Sama ruglið og á veltiárunum fyrir hrun. Stjórnendur bankanna telja vinnu sína og félaga sinna margfalt merkari en hún er í raun. Reynslan sýnir, að bankar fara á hausinn á kostnað ríkisins. Samt skilja stjórnendur ekki, að þeir eru bara venjulegir fálkar. Stjórnendur Kaupþings eiga heima á lokuðu hæli fyrir sjúka afbrotamenn.