Dálítið er fyndið, þegar reikniglöggur frambjóðandi prófkjörslauss flokks gagnrýnir annan flokk fyrir þá tegund Schulze útreiknings, sem þar var valin. Önnur aðferð Schulze útreiknings hefði verið heppilegri, segir Pawel Bartoszek. Sjálfsagt rétt hjá honum. Ekki kom þó fram, hvort hann hafi hvatt til prófkjörs í sínum flokki, sem óneitanlega er galli á gagnrýni hans. Hvað um það, píratar hafa birt, hvernig atkvæði féllu í hvert sæti, svo allir sjá aðferðina. Málinu er lokið. Viðreisn Pawels mætti hins vegar þora að hafa prófkjör. Sama er að segja um Bjarta framtíð. Ætti meiri séns á þingmönnum, ef hún notaði prófkjör.