Peningar til lyfjakaupa eru upp urnir hálfum fjórða mánuði fyrir árslok. Ýmis nauðsynjalyf eru því ekki lengur fáanleg, einkum krabbameinslyf og gigtarlyf. Hjá lyfjaeftirlitinu hefur verið sett upp forgangsröðun sjúklinga eins og á svo mörgum öðrum heilsusviðum. Það er í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að svelta heilsukerfið til að rýma fyrir einkarekstri. Verða þá tvö kerfi, annað fínt fyrir þá, sem geta borgað. Hitt lágmarkskerfi fyrir blanka aumingja, til dæmis fyrir aldraða og öryrkja. Brýnt er, að stjórn Sjálfstæðis og Framsóknar verði felld í kosningunum til að koma upp norrænni velferð hér á landi.