Kosningabomba Vigdísar Hauks og Guðlaugs Þórs sprakk í andlit þeirra sjálfra. Viðtökur á þingi og utan þess eru undantekningarlítið neikvæðar. Þingmenn stjórnarmeirihlutans í fjárlaganefnd kannast ekki við aðild að málinu. Sjálfur forseti alþingis segir plagg þeirra Vigdísar og Guðlaugs bara vera samantekt utan við allar reglur þingskapa og því Alþingi með öllu óviðkomandi. „Aumingja maðurinn“, sagði þá Vigdís af sinni alkunnu hófsemi. Guðlaugur hefur beðist afsökunar á kjarnyrtum landráðabrigzlum plaggsins um nokkra embættismenn. Nú verður reynt að prófarkalesa plaggið og koma því í þolanlegt horf fyrir þingið.