Æskilegt og líklegt er, að eftir kosningar verði mynduð ríkisstjórn, sem ýtir áfram nýrri stjórnarskrá. Sem kemur á heildstæðu kerfi uppboða á veiðiheimildum og annarri auðlindarentu. Sem notar þessar auknu ríkistekjur til að endurreisa fyrst heilsumálin, lífskjör aldraðra og öryrkja, og húsnæðismál unga fólksins. Píratar hafa þegar lagt fram metnaðarfulla stefnu á þessum sviðum. Í algerri andstöðu við ríkisstjórnarstefnu síðustu ára. Ætti að hafa hljómgrunn í öðrum flokkum, Vinstri grænum, Viðreisn, Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Gott er, eð þessir flokkar fari að sýna kjósendum lit, svo að þeir teljist stjórntækir.