Tveir ráðherrar Flokksins hafa sagt af sér vegna spillingar. Tveir hafa ekki sagt af sér, því þeir telja eðlilegt, að forgangsfólk geymi fé í skattaskjóli á aflandseyjum. Á þessum grunni telur Sjálfstæðisflokkurinn heppilegt að tefla fram slagorðinu „stöðugleiki“ gegn slagorði pírata, „endurræsing“. Og virðist gefast vel, fimmti hver kjósandi styður hvort slagorð. Það telst eðlilegt að vera spilltur, kunna að bjarga sér og sínum. Þess vegna er allt í fínu standi í heilbrigðismálum að mati Flokksins. En meðan meginbjörgin titra í baráttunni hefur Samfylkingin fundið sér fyrsta heims kjörorðið um „bíllausan lífsstíl“.