Stofnanir á villigötum

Punktar

Hagsmunir náttúrunnar vegur þyngra en fjárhagslegir hagsmunir í ákvörðunum um atvinnumál. Segir mikill meirihluti svarenda við spurningum Ríkisútvarpsins. Verndun náttúrunnar er orðin mikilvægari en stóriðja. Enda hefur komið í ljós, að orkuver og línur kosta mikið og gefa lítið af sér í rekstri. Orkustofnun, Landsvirkjun og Landsnet hafa verið afhjúpaðar sem áróðursstofnanir, sem gefa rangar upplýsingar um kostnað. Til dæmis um Sprengisandslínu. Skipta um nafn á virkjanakostum til að geta komið þeim ítrekað í umhverfismat. Til dæmis lónið í Þjórsárverum. Hreinsa þarf til í verkfræði-pólitískum stofnunum af því tagi.