Þrældómur fyrr og síðar

Punktar

Við Miðjarðarhafið er fólk kynslóð eftir kynslóð kúgað af landeigendum, prestum, lénsherrum, sýslumönnum og fógetum. Kynslóð eftir kynslóð venst fólk að leita trausts hjá sínum herra frekar en hvert hjá öðru. Var svona líka um aldir alda á Íslandi. Fest í lögum um vistarband og aðra ánauð. Þrældómur undir öðru nafni. Nú á tímum felst kúgunin í plastkortum, kaupaskyldu á íbúðum og gengdarlausri skuldasöfnun á gagnlausri neyzlu. Leiddi við Miðjarðarhaf til Mafíu, Camorra, N’drangheta og fleiri glæpafélaga með lénsherra á toppi og aumingja á botni. Hér höfum við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk með traustu fylgi aldraðra sauða.