Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið meiri íhaldsflokkur en markaðsflokkur. Á þessari öld hefur þverstæðan komið upp á yfirborðið og orðið sýnilegri. Í raun hefur markaðshyggjan fremur verið kápa á herðum, en innihaldið verið drifið af pilsfaldi ríkisins. Flokkurinn aftengdist verkalýðsleiðtogum og kaupsýslumönnum markaðahagkerfisins og varð að pólitískum armi kvótagreifa í sjávarútvegi. Þannig stendur hann núna í vegi markaðsvæðingar sjávarútvegs, uppboði kvótans og öllum fiski á markað. Úr flokknum kvarnast kaupsýslumenn og sértrúarmenn markaðshyggju og safnast saman í Viðreisn. Sem er ekki síður hættuleg fátæklingum en Íhaldið.