Eðlilegt er, að Viðreisn sé hrædd við samninga undir forustu Pírata. Þeir halda nefnilega fast í stefnu Viðreisnar og það eru þingmenn hennar dauðhræddir við. Stefnuskrá hennar var bara til kosningabrúks. Til að ginna ístöðulitla krata til fylgis við sig. Í raun hafa þingmenn Viðreisnar engan áhuga á bættri heilbrigði og bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Enn síður hafa þeir áhuga á fjármögnun með hærri auðlindarentu. Svipaður vandi er uppi hjá Vinstri grænum. Þingmenn þeirra á Norðausturlandi vilja fresta öllu tali um auðlindarentu og benda ekki á aðra fjármögnun heilsu, öryrkja og aldraðra. Voru líka að lofa upp í ermina, enda eru Vinstri græn hægri flokkur.