Tilgangslaus byggðastefna

Punktar

Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að koma á beinu flugi til útlanda frá Akureyri og Egilsstöðum. Ævinlega mistekizt. Landsbyggðarfólk vill heldur fljúga frá Reykjavíkursvæðinu og ferðamenn vilja heldur fljúga til Reykjavíkursvæðisins. Tilraunir hins opinbera til að styðja þessa byggðastefnu hafa ekki haft áhrif á óskir flugfarþega. Flugmarkaðurinn verður í Leifsstöð um ófyrirsjáanlega framtíð. Gatwick flugið frá Egilsstöðum var lagt niður í haust. Og ekkert millilandaflug er frá Akureyri. Kenningin um að dreifa beri ferðamönnum betur um landið gengur bara ekki. Ferðamenn verða ekki knúnir til að sjá Goðafoss, Dettifoss og Mývatn.