Markús Sigurbjörnsson er hæstaréttardómari og fyrrum forseti Hæstaréttar. Stóð árin fyrir hrun í víðtæku braski með tugi milljóna. Án þess að tilkynna það allt fyrir sérstakri siðaefnd, sem honum bar að gera. Yfirmaður siða á Íslandi hélt braski sínu leyndu. Margt hef ég lesið um spillingu og siðblindu yfirstéttarinnar á Íslandi. Þetta mál slær önnur út vegna stöðu hans í ríki laga og réttar. Hinn séríslenzki viðbjóður nær alveg upp i topp píramída valdakerfisins. Yfirstétt landsins, þetta eina prósent, sem öllu ræður, er gegnrotið upp í topp. Hafi ekki áður komið tími til að stokka upp þetta eina prósent, er sá tími kominn núna.