Krónan má enn hækka til að færa kjörin nær því, sem var fyrir hrun. Evran er ekki enn komin niður í hundraðkall. Og ferðamenn kvarta ekki meira í vefmiðlum. Óþarft er, að Bjarni Ben og Þorsteinn Víglunds væli yfir gengislyftingu krónunnar. Ekki veitir af, að almenningur fái meiri hluta af gjaldeyrisaukningu þjóðarinnar. Nóg fer enn framhjá skiptum inn á aflandsreikninga í skattaskjóli. Ágætt er, að fólk venjist því, að dýrt sé að sækja Ísland heim. Enn betra er, að það slái pínulítið á stórflóðið í ferðamannafljótinu. Nóga illa hefur ríkisstjórninni tekizt að koma helztu innviðum í betra horf. En fróðlegt er að sjá, hvar hjarta Viðreisnar slær.