Erlendir félagsfræðingar segja, að persónulegt fjárhagsgengi fólks ráði mestu um, hverjum það greiði atkvæði sitt. Sé vinna næg og kaup gott, kýs fólk þá, sem hafa verið við völd. Annars kýs það andstöðuna. „The economy, stupid“ sagði James Carville, kosningastjóri Bill Clinton 1992. Hann sagði líka: „Don’t forget health care“. Þannig sigraði Clinton. Hér gerðist það á kosningaári, að óvæntur vöxtur í ferðaþjónustu olli hærri meðaltekjum meirihluta fólks. En jafnframt gleymdist lágtaxtafólk, öryrkjar og öldungar. Þess vegna varð hér patt í þingkosningunum. Ríkisstjórnin naut fyrra spakmælis Carville, en gleymdi að taka með það síðara.