Svartasta grein ársins er Þorsteins Víglundssonar í Kjarnanum í vikunni. Samkvæmt henni verður að minnka ríkiskostnað í kreppu og ekki auka hann aftur, þegar vel árar. Hækka verður stýrivexti í verðbólgu og ekki lækka þá aftur, þegar vel árar. Verðbólga skal jafnan mæld í þágu lánveitanda. Aldrei er rétti tíminn til að fjárfesta í innviðum samfélagsins. Hann boðar trylltar ofsóknir á almenning. Sem þingmaður Viðreisnar er hann enn í grátgír frá Samtökum atvinnulífsins. ÉG skil nú, hvers vegna Viðreisn þóttist vera miðja fyrir kosningar, en þingmenn hennar tala núna langt til hægri við Sjálfstæðis. Meira en svindl, þetta er svartnætti.