Rödd pírata hefur dofnað, þótt þingmönnum þeirra hafi fjölgað. Þeir hafa að mestu yfirgefið Pírataspjallið á vefnum. Áður var þar mikið fjör og þar vildu jafnvel andstæðingar pírata tala. Nú er sama innleggið eftir Jón Þór Ólafsson búið að hanga á toppnum í þrjár vikur samfleytt. Auðvitað á þar að vera nýtt efni nokkrum sinnum á dag. En það er eins og allur vindur hafi fokið burt í kosningunum, sem ollu mörgum vonbrigðum. Eftir miklar væntingar í baráttunni náðu gömlu flokkarnir og afkvæmi þeirra vopnum sínum. Fimmtán prósent er samt góð tala. Nógu góð til að halda dampi áfram. Róm var ekki sigruð á einum degi. Þolinmæði þarf og úthald.