Sumir telja Vinstri græn vera eins konar andstæðan pól við Sjálfstæðisflokkinn, vinstri flokk gegn hægri flokki. Málið er ekki svona einfalt, því pólitíkin hefur fleiri ása. Hluti af Vinstri grænum stendur sem íhald mjög nálægt öðru íhaldi. Styður til dæmis kvótagreifa og vinnslustöðvar búvöru gegn almenningi. Er ekki heldur eins umhverfisvænn og Píratar. Segja má, að sumpart sé flokkurinn hvorki Vinstri né Grænn. Þingmenn flokksins í þéttbýlinu kunna sumir að vera það, en hvorki Steingrímur J. né Björn Valur. Þeir mæla til dæmis með lækkun gengis krónunnar til að styðja við kvótagreifa og rýra kaupmátt almennings.