Þjóðarsátt um auðgreifa

Punktar

Eins konar þjóðarsátt ríkir á Íslandi. Sátt Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og verkalýðshreyfingarinnar um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þessir aðilar halda dauðahaldi í Salek-samkomulagið um lág laun láglaunafólks, þrátt fyrir miklar hækkanir annarra stétta, einkum alþingismanna. Þeir eru sammála um að gera ekki neitt í húsnæðisvanda unga fólksins. Og þeir eru sammála um að þjarma enn frekar að þeim verst settu í samfélaginu, hluta af öldruðum, veikum og öryrkjum. Þetta er sátt um auðgreifastefnu, sem gefizt hefur illa í vestrænum ríkjum síðustu ár. Verst er, að þessir aðilar telja allir, að auðgreifastefna henti þrælum sínum.