Ótraust og ranglátt

Punktar

Þjóðarsátt í líkingu við Salek nýtist ekki hér, þótt hún geti það í Svíþjóð. Þar er lítill munur á skoðunum á velferð. Svíar borga lítið sem ekkert sjálfir fyrir heilbrigðisþjónustu, geta lifað af ellistyrk og geta slasast eða orðið veikir án þess að verða gjaldþrota. Geta auðveldlega fengið sér íbúð. Lifa við velferð og geta því sameinazt um litlar sviptingar í tekjuskiptingu. Við lifum ekki við þá velferð. Við borgum glás fyrir heilsuþjónustu. Aldraðir og öryrkjar borga enn meira. Við búum við margfalt meiri stéttaskiptingu en Svíar. Salek passar því ekki hér. Ekki er hægt að frysta ástand, sem í eðli sínu er ótraust og ranglátt.