Útgjöld ríkisins í ellilífeyri eru hér bara 2% af landsframleiðslu. Eru frá 5,3% í Hollandi upp í 8% í Danmörku. Samanlögð útgjöld vegna lífeyris, frá ríkinu og lífeyrissjóðum, eru hér á landi 5,3%. En um 10% í öllum samanburðarlöndunum; Hollandi, Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Wilhelm Wessman hótelstjóri bendir á þetta á fésbók sinni. Þetta eru sláandi upplýsingar, til dæmis fyrir þá, sem trúa línuritum nýfrjálshyggjunnar. Fara saman við hliðstæðar upplýsingar um of lítinn þátt ríkisins í heilsukostnaði. Saman við algert getuleysi ríkisstjórnar nýfrjálshyggju í húsnæðismálum unga fólksins. Ísland er ekki ljúfur staður.