Við höfum séð, hvernig gerðir bófaflokksins og nýfrjálshyggjuflokksins smitast um samfélagið. Óttarr Proppé orðinn svo kexruglaður, að hann er farinn að fjalla um nauðsyn á kostnaðarvitund sjúklinga og aukinni greiðsluþátttöku. Hvort tveggja er newspeak úr nýfrjálshyggju. Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingin gangast upp í kjördæmapoti, Vaðlaheiðargöngum og Húsavíkurfabrikku. Þar á ofan eru ýmsir helztu valdamenn Vinstri grænna undirlægjur kvótagreifa. Samtals hafa bófaflokkurinn og Vinstri grænir meirihluta kjósenda samkvæmt könnunum. Þótt pólitíkusar séu vondir eru kjósendur hálfu verri. Eini brúklegi þingflokkurinn núna er flokkur Pírata.