Einkennilegt er þetta nána samband Sjálfstæðisflokksins og helztu barnaníðinga landsins. Þeir síðustu tveir og frægustu fengu hraðferð gegnum undarlegt kerfi uppreistrar æru. Og hafa notið eindregins stuðnings helztu talsmanna flokksins á alþingi. Samt hafa þeir ekki sýnt neina eftirsjá eða samvizkubit. Eru jafnvel enn komnir á ferð við að leita fórnardýra. Líklega byggist nána sambandið á sálrænum skyldleika. Barnaníðingar eru sjálfhverfir og siðblindir, nákvæmlega eins og frambjóðendur bófaflokksins og margir kjósendur hans. Eru vanir að fá sitt fram með taumlausri frekju. Eins og kemur vel fram í núverandi ríkisstjórn.