Skelfilegt er að horfa á bófaflokkinn fá þriðjungs fylgi í könnun i borginni. Nægir að vísu ekki til að velta núverandi meirihluta. Er samt langtum meira en sá fjórðungur fylgis, sem flokkurinn fær á landsvísu á sama tíma. Meirihluti borgarstjórnar þarf að gæta að sér, því kosningar nálgast. Taka þarf upp mildari stefnu í skipulagi umferðar. Bæta má aðstöðu gangandi og hjólandi fólks, án þess að leggja steina í götu bíla og bílastæða. Brýnt að losna við Hjálmar Sveinsson úr skipulagsmálunum. Ekki er síður mikilvægt að taka til hendinni í framboði lítilla íbúa fyrir námsmenn og aðra þá, sem aðeins hafa ráð á lítilli íbúð.