Katalúnar reyna að kjósa í dag um sjálfstæði frá Spáni. Lögregla frá Spáni hefur hertekið rúmlega helming af kjörstöðum landsins. Heimamenn hópast í aðra skóla til að hindra yfirtöku þeirra. Yfirvöld í Katalúnju halda fast við þjóðaratkvæði og sæta spænskum ákærum um landráð. Hægri sinnuð stjórn Mariano Rajoy á rætur í falangisma Franco-tímans og hefur haldið of stíft á deilunni. Svipað og Donald Trump heldur of stíft á deilunni við Norður-Kóreu. Á báðum stöðum er hætt við að upp úr sjóði. Katalúnar bregðast sífellt harðar við aðgerðum Spánverja. Alveg skelfilegt væri, ef kosningarnar í dag enda í blóðbaði og morðum í Barcelona.