Einkaframtækið kolklikkaði

Punktar

Einkaframtakið hefur sýnt undanfarin misseri, að það er ófært um að sjá fólki fyrir húsnæði. Sambandslaust er milli tekna fólks og húsnæðiskostnaðar. Ég hélt, að ríkisrekstur hentaði bara heilsustofnunum og skólum, vegum og flugvöllum. En innviðir samfélagsins eru fleiri, þar á meðal húsnæði. Bezt er, að ríkið taki að sér frumkvæðið og stofni hagnaðarlaus húsnæðisfélög í samstarfi við sveitarfélög og aðra. Komið hefur í ljós erlendis, að einkavæðing heilsuþjónustu veldur auknum heilsukostnaði og það virðist líka eiga við um húsnæði. Við erum komin á þá öld, að fólk fattar, að einkavæðing er tálsýn, sem eykur vandræði almennings.