Erindisleysa Geirs

Punktar

Geir H. Haarde fór erindisleysu til Strasbourg. Evrópski dómstóllinn úrskurðaði, að málsmeðferð hafi verið lögum samkvæmt. Geir var engum órétti beittur. Augljóst er af meintu símtali hans og Davíðs Oddssonar, að þeir voru báðir úti að aka eins og hverjir aðrir leikmenn síðasta kortérið fyrir hrun. Litlir karlar voru að gera út um mál, sem var þeim mörgum stærðarflokkum ofauki. Davíð var sekari aðilinn, því hann átti að passa gjaldeyri Seðlabankans. Í staðinn fleygðu þeir restinni af gjaldeyrinum í Kaupþing, sem báðir voru sammála um, að ekki gæti endurgreitt. Hrikalegt dæmi um, hvernig fát, fúsk og vanhæfni hafa einkennt stjórnvöld allan fullveldistímann.