Guðlaugur utanríkis er barnalegur Bretlandsvinur. Væri gott í meira hófi, Bretar eru ekki nein sérstök fyrirmynd. Hafa ítrekað sýnt okkur margfalt meira ofbeldi en aðrar þjóðir. Í Evrópusambandinu er Bretland á jaðrinum, reynir mest að spilla fyrir. Í staðinn hafa meginlandsríkin tekið völdin, einkum Þýzkaland. Það byggist á hinum ofsaflotta fíniðnaði í Þýzkalandi og sparsemi þarlendra í meðferð fjár. Í Bretlandi er iðnaður að mestu hruninn og allt byggist á bönkum og braski. En nú eru bankarnir að flytja til Frankfurt, þar sem er aflvél Evrópu. Bretar fóru verst með sig á tíma Thatcher og Blair. Meðan Þjóðverjar héldu sig við norræna velferð.