Fólki mun ekki líða betur, þótt tölur séu færðar til á hring klukkunnar. Vandinn stafar ekki af tölustöfum, hann stafar af árstíðabundnu myrkri. Fólk fer að tala um að færa klukkuna í nóvember, þegar það vaknar í myrkri. Einkum er þetta erfitt á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á sólargangi eftir árstíðum. Þegar vorar, hættir fólk að tala um að færa klukkuna. Forfeður okkur unnu úti dag og nótt á sumrin og sváfu mestan tímann á veturna. Núna vinnur fólk sem næst átta stunda vinnudegi vetur jafnt sem sumar. Af því stafa óþægindin, en ekki af því, að þú þurfi að vakna klukkan sjö en ekki átta. Seinkun klukkunnar er gagnslaus lausn.