Reykvísk smekkleysa

Punktar

Verktakar, kennitöluflakkarar og mansalsgaurar hafa borgarstjórn Reykjavíkur í vasanaum. Allar hömlur fyrri tíma eru horfnar. Einu viðmiðin eru hraði og gróði. Meðan borgarstjórn spöglerar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, er reistur lúxus á lúxus ofan. Byggingarflötur er úti í lóðarmörkum, bílgeymslur vantar og húsgerðin í glergámastíl. Horfin er tilfinning fyrir stíl og umhverfi. Vondur er kastalinn við Kalkofnsveg, verri er fyrirhugaður kastali við Lækjargötu og verstur er sá, sem fyrirhugaður er neðan við Gamla-Garð. Þar nær smekkleysa borgarstjórnar sínum botni. Eini gimsteinninn í þessu kvosar-helvíti er endurgert hús Rammagerðarinnar.