Harmsaga hersins

Punktar

Bandaríkin hafa farið hörmulega út úr styrjöldum eftirstríðsáranna. Náði jöfnu í Kóreu, en síðan hefur sigið í ógæfuhliðina. Í Víetnam var Agent Orange málið. Svo komu Afganistan og síðan Írak. Í Persaflóastríðinu átti Patriot að vera málið. Svo flæktu Bandaríkin Atlantshafsbandalaginu í Balkanskagastríð. Allt kom fyrir ekki. Alltaf áttu töfravopn að leysa málið. Eldflaugar að hitta beint í klósett hjá vondu köllunum. Aldrei hittu flaugarnar neitt nema almenning úti um víðan völl. Bandaríski herinn hefur verið mesta manndrápsvélin á óbreyttum borgurum síðustu áratugi. Og aldrei haft nein áhrif. Nú eru það flygildin, sem eru áhrifalaus.