Samþjöppun Evrópu

Punktar

Vesturþýzkir sósíaldemókratar samþykktu í gær að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Angelu Merkel kanzlara frá Kristilegum demókrötum. Martin Schulz, formaður krata, setur það skilyrði, að samstarfið í Evrópusambandinu verði þéttað. Það breytist smám saman úr ríkjasambandi í sambandsríki árið 2025. Sýn hans á Stór-Evrópu er þó verkalýðsvæn, fremur en stórfyrirtækjavæn sýn Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Meðan auðugu ríkin í Vestur-Evrópu sækjast eftir sterkari einingu álfunnar, heltast fátæku ríkin í Austur-Evrópu aftan úr lestinni vegna harðskeyttrar þjóðrembu og andstöðu við útlendinga, sem jaðrar við fasisma.