Ríkissjóður reynist geta fengið erlend lán með 1% vöxtum. Leysa má hinn mjög svo brýna húsnæðisvanda með því að gera Landsbankann að Sparkasse að þýzkri fyrirmynd. Bankinn verði eini bankinn með ríkisábyrgð og láni almenningi til íbúða með 2% vöxtum. Fyrir lánið verði reistir tugir þúsunda af litlum íbúðum til leigu, búsetu eða eignar ábúenda. Engir milliliðir verði í málinu aðrir en Sparkasse ríkisins, Landsbankinn. Gott væri að fá lífeyrissjóði almennings til að taka þátt í þessu, til dæmis með stofnun búsetufélaga og húsfélaga. Ganga verður þannig frá málum, að óðir gróðafíklar komist hvergi með puttana. Þessi leið þrengir ekki að ríkissjóði.