Ísland ekki alveg ónýtt

Punktar

Á 5000 fésbókarvini og 1000 fylgjendur að auki. Blaðran mín á fésbók er fremur stór. Var að rúlla gegnum það, sem fólk hefur að segja. Reynsla mín er allt önnur en álitsgjafar í fjölmiðlun kvarta um. Meirihluti statusa er að vísu um annað en pólitík. En þeir, sem fjalla um pólitík, eru yfirleitt sanngjarnir og kurteisir. Af þeim má sjá, að stór hópur hefur harðvítugan áhuga á pólitík og skilur, hversu sárt þjóðin er leikin. Í þessum heimi eru fáir, sem hafa trú á bófaflokknum til neinna góðra verka. Þótt 25% þjóðarinnar kjósi fjárglæframenn, eru önnur 25%, sem hafna fjárglæframönnum. Ísland er ekki ennþá alveg ónýtt land. Lifi byltingin.